Gengið frá kaupum á Fossi

1. des 2017

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur hefur gengið frá kaupum á öllum hlutabréfum Foss fasteignafélags og yfirtekið skuldir félagsins eftir að eigendur OR staðfestu ákvörðun stjórnar, sbr. tilkynningu OR til Kauphallar 20. nóvember sl. Hlutabréfin voru keypt á 1.399 milljónir króna. Þá keypti OR öll útistandandi skuldabréf í flokknum FOSS 13 1 fyrir 4.127 milljónir króna. Greitt er fyrir skuldabréfin með útgáfu nýrra skuldabréfa í flokknum OR 090546.

Skuldabréfaflokkurinn OR 090546 var fyrir útgáfuna 10.281.724.833 krónur að nafnverði og verður 14.491.243.199 krónur að nafnverði eftir stækkunina. Óskað verður eftir að viðbótin verði tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands.