Jarðhitagarður

Í Jarðhitagarði Orku náttúrunnar (e. Geothermal Park) er fjölbreytt starfsemi sem miðar að því að fullnýta afurðir Hellisheiðarvirkjunar á ábyrgan og umhverfisvænan hátt og skapa verðmæti.

Loftmynd af Hellisheiðarvirkjun

Jarðhitagarðurinn er 103 hektarar að stærð og er staðsettur á svæði Hellisheiðarvirkjunar. ON hefur komið upp aðstöðu fyrir vísindafólk, frumkvöðla og fyrirtæki til að framkvæma prófanir með afurðir svæðisins.  Um er ræða gott tækifæri fyrir aðila sem vilja taka fyrstu skrefin áður en þeir hefja rekstur.

Sjá nánar um Jarðhitagarðinn á vef Orku náttúrunnar