Öryggi

Markmið Orkuveitunnar er að efla öryggis- og heilbrigðisvitund hjá starfsmönnum samstæðunnar.

04 Jarðhiti 1.jpg
Áherslur

Verkefnin:

  • Leiðandi í að skapa slysalausan vinnustað og vera til fyrirmyndar í öryggis- og heilsumálum
  • Umsjón með þróun öryggis- og heilsumála og leiða umbótaverkefni og fræðslu á því sviði
  • Þátttaka í gerð áhættumats, verkefna og ferla
  • Umsjón með öryggis- og heilsunefndum samstæðunnar
  • Ráðgjöf og stuðningur við stjórnendur/starfsmenn
  • Eftirlit með innri og ytri þjónustu og rekstri í öryggis- og heilsumálum

Stefna Orkuveitunnar í öryggis- og heilsumálum

Öryggiskröfur

Í rekstri okkar er gert ráð fyrir að öllum kröfum, lögum og reglum sé fylgt og að sífellt sé unnið að endurbótum sem stuðla að auknu öryggi starfsmanna, samstarfsaðila og viðskiptavina.
Stefna Orkuveitunnar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum

Í öllum verkum sem unnin eru á vegum Orkuveitunnar er stuðst við öryggishandbók sem unnin var af vinnuhópi á vegum Samorku.
Öryggishandbók Orkuveitunnar

Öryggiskröfur til verktaka eru settar fram í sér kafla í útboðsgögnum þegar um stærri verk er að ræða. Kröfur fyrir aðra verktaka eru settar fram í neðangreindu skjali.
Öryggiskröfur fyrir verktaka vegna vinnu við ýmis minni verk tengd fasteignum Orkuveitunnar.

Áhættumat

Orkuveitan gerir kröfur um að verktakar skili inn áhættumati. Hér fyrir neðan er að finna slóð á skjal til að fylla út áhættumat og leiðbeiningar við gerð þess. Verktökum er ekki skylt að nota þessa útgáfu af áhættumati en hún gæti auðveldað vinnuna.

Áhættumat - gagnabanki - september 2024
Risk Assessment - database - september 2024
Vandamál að opna gagnabankann? / Problems opening the database?
Áhættumat - gagnabanki leiðbeiningar

Neyðarstjórn

Neyðarskipulag hjá Orkuveitunni þjónar þeim tilgangi að búa fyrirtækið og dótturfyrirtækin undir að takast á við neyðartilvik með skipulegum og markvissum hætti til að:

  • koma í veg fyrir manntjón
  • lágmarka tjón á mannvirkjum á veitusvæði fyrirtækisins
  • lágmarka neikvæð umhverfisáhrif
  • tryggja sem best orkuafhendingu í langvarandi neyðartilviki.
  • tryggja afhendingu á öruggu og heilnæmu vatni

Neyðarskipulagið tekur til alls fyrirtækisins, allrar starfsemi þess og allra starfsmanna. Það lýsir ábyrgðar-, vald- og verkaskiptingu, boðleiðum, viðbrögðum og aðstoð í neyðartilviki.

Forstjóri Orkuveitunnar er formaður Neyðarstjórnar. Í henni eru einnig framkvæmdastjórar Veitna, Orku náttúrunnar og Ljósleiðarans auk umhverfisstjóra og öryggisstjóra. Með Neyðarstjórn starfa einnig forstöðumaður stjórnstöðvar og upplýsingafulltrúi.