Stefna um upplýsingaöryggi og persónuvernd

Orkuveita Reykjavíkur lítur á meðhöndlun og varðveislu upplýsinga sem mikilvægan þátt í að styðja við ákvarðanatöku og framvindu ferla fyrirtækisins og nauðsynlegan þátt í virðiskeðju þess. Það er stefna OR í upplýsingaöryggi og persónuvernd að upplýsingar séu réttar, tiltækar og trúnaðar gætt þar sem við á. Öll meðferð OR á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim.

Þetta gerir OR með því að:

  • finna og meðhöndla áhættu og vinna að stöðugum umbótum.
  • treysta fólki og fela því umsjón með upplýsingaöryggi og persónuvernd með því að efla vitund.
  • verja gögn og tryggja að trúnaðar sé gætt.
  • vinna með gögn þannig að þau skili sér á réttan vistunarstað, séu rétt, spillist ekki og að úr verði áreiðanlegar upplýsingar.
  • tryggja réttindi einstaklinga með tilliti til persónuupplýsinga þeirra.
  • notendur hafi auðveldan aðgang að upplýsingum og þjónustu sem þeir hafa þörf fyrir hverju sinni - Opið en öruggt.

Stefna um upplýsingaöryggi og persónuvernd byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu fyrirtækisins.

[Stefna lögð fram til staðfestingar á stjórnarfundi 28.10.2023]