Markmiðin

Snemma árs 2019 setti OR samstæðan sér sameiginleg markmið til ársins 2023 sem allt starfsfólk vinnur að með einhverjum hætti.

Markmiðin eiga sér skírskotun til heildarstefnu Orkuveitu Reykjavíkur, eru metnaðarfull og framgangur þeirra mælanlegur. Mælingar eru mismunandi tíðar.

Hér eru markmiðin og framvindan miðað við árslok 2018.

Markmiðin
MARKMIÐ Mælikvarði Staða í lok árs 2018 Fjöldi mælinga á ári Staðan F1 2019 Staðan F2 2019 Markmið 2023
Fjöldi rafbíla Heildarfjöldi tengjanlegra rafbíla á Íslandi 8.540 12 8.920 9.954 40.000
Léttara kolefnisspor Stærð kolefnisspors miðað við árið 2015 -18% 1 -40%
Heil heim Fjarvera starfsfólks vegna veikinda eða slysa 4,0% 12 3,9% 3,7% 3,6%
Ánægja starfsfólks Starfsánægja samkvæmt vinnustaðargreiningu 4,4 2 4,4 4,5
Góður samfélagsþegn Afstaða til vörumerkis OR samkvæmt könnunum 5,3 4 4,8 5,2 6,1

Orkuveita Reykjavíkur fylgist einnig með fjárhagslegu samfélagsspori samstæðunnar. Það má flokka í þrennt; skattaspor, arðgreiðslur til eigenda og framlög til samfélagslegra verkefna. Skattaspor síðustu ára var birt í Ársskýrslu 2017og Ársskýrslu 2018.