Samfélagsleg ábyrgð

Í starfsemi Orkuveitunnar skal áhersla lögð á virðingu gagnvart umhverfinu, ábyrga nýtingu auðlinda og ábyrga nýtingu fjármuna. Orkuveitan kemur fram af heilindum og trausti og rækir samfélagslega ábyrgð í starfsemi sinni.

Þetta leiðarljós eigendastefnu Orkuveitunnar er grundvöllur sjálfbærs reksturs og samfélagsábyrgðar hjá samstæðunni. Heiðarleiki er eitt gilda Orkuveitunnar og því er greiðargóð og gegnsæ upplýsingagjöf nauðsynlegur þáttur í samfélagsábyrgð fyrirtækisins.

Í Ársskýrslu Orkuveitunnar er stuðst við hin alþjóðlega viðurkenndu UFS-viðmið (umhverfi, samfélagsþættir, stjórnhættir) um skýrslugjöf fyrirtækja hvað varðar sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Ársskýrsla OR 2019

Ársskýrsla OR - fyrri ár

Samfélagsleg ábyrgð og heimsmarkmið SÞ

Forgangsröðun innri og ytri hagsmunaaðila Orkuveitunnar á Heimsmarkmiðunum

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Orkuveitan lítur svo á að samfélagsleg ábyrgð snúi að samfélagi þjóðanna. Stjórn fyrirtækisins hefur ákveðið að fimm af Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, sem eru 17 talsins, séu í forgangi hjá fyrirtækinu. Þessi forgangsmarkmið voru valin eftir vinnustofur með ytri og innri hagsmunaaðilum Orkuveitunnar. Gerð er grein fyrir því í ársskýrslum hvernig fyrirtækið styður við Heimsmarkmiðin.