Loftslagsmarkmið

OR stefnir á kolefnishlutleysi eigin starfsemi árið 2030 og einnig vegna aðfangakeðju starfseminnar árið 2040. Þannig minnkar kolefnisspor samfélagsins alls.

Jafnframt er viðnámsþróttur samfélagsins efldur með aðlögun þjónustukerfanna að loftslagsbreytingum.

Hvert fyrirtæki innan samstæðunnar – Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix – vinnur eftir eigin markmiðum og stýrir sinni loftslagstengdu áhættu til að heildarmarkmið Orkuveitu Reykjavíkur náist.

SBT_logo.png

Viðurkenndar vísindalegar aðferðir

Orkuveita Reykjavíkur hefur fengið staðfestingu frá Science Based Targets initiative (SBTi) um að loftslagsmarkmið samstæðunnar byggi á vísindalegum grunni og styðji við aðgerðir Parísarsáttmálans um að halda hlýnun jarðar innan við 1,5°C.

Árleg skýrslugjöf

Í Ársskýrslu OR ár hvert er greint frá framvindu loftslagsmarkmiða samstæðunnar. Hér hefst loftslagskafli síðustu Ársskýrslunnar.