Hreinar strendur

Veitur annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í Reykjavík, Akranesi og Borgarbyggð. Frárennsli frá Kópavogi, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi auk hluta Garðabæjar er hreinsað í hreinsistöðvum við Ánanaust og Klettagarða eða frá um 60% þjóðarinnar. Þannig njóta öll upptökusvæði fráveitnanna hreinsunar á skólpi.

Hreinar strendur - alltaf, er markmið Veitna. Breyta þarf hönnun fráveitukerfisins svo óhreinsað skólp sé ekki losað í sjó vegna bilana eða viðhalds. Fyrsta dælustöð fráveitu af þeirri nýju kynslóð slíkra stöðva sem gera þetta mögulegt verður byggð á næstu árum. Þá er unnið að innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.

Myndin sýnir uppbyggingu fráveitukerfis Veitna á höfuðborgarsvæðinu og hvar og hvernig fylgst er með því að fráveitukerfið gegni heilbrigðishlutverki sínu. Þá er unnið að innleiðingu svokallaðra blágrænna ofanvatnslausna. Markmið þeirra er að fást við regnvatn þar sem það fellur og minnka þar með álag á fráveituna.

Meira um fráveiturnar á vef Veitna.

Fráveita