Breyting á stjórn OR

30. sep 2021

Orkuveitan

Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður var á dögunum skipuð í embætti héraðsdómara frá 1. október næstkomandi. Því sagði hún sig frá setu í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur á fundi stjórnarinnar í dag en hún hefur átt sæti í stjórn frá aðalfundi vorið 2016. Varamenn sitja fundi stjórnar í hennar stað þar til annað verður ákveðið.