Endurgreiðsla eigendalána og fyrirhuguð lántaka hjá Norræna fjárfestingarbankanum

10. nóv 2020

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur greitt upp víkjandi skuldabréf sem gefin voru út af eigendum félagsins árið 2011 til 15 ára. Er greiðslan í samræmi við tilkynningu OR frá 7. júlí 2020 um endurfjármögnun eigendalána. Fjárhæðin nam um 5,7 ma.kr.

OR hefur átt í viðræðum við Norræna fjárfestingarbankann (NIB) um 80m USD lánasamning til 15 ára til fjármögnunar á ákveðnum umhverfisvænum verkefnum félagsins.

Fjármögnunin er á lokastigi en gert er ráð fyrir undirritun á næstu vikum.