23. sep 2020
OrkuveitanÍ tilkynningu frá Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. apríl sl. vegna fjármögnunar á árinu 2020 og aðgerðum gegn Covid-19 kom fram að heimild til fjármögnunar í formi skuldabréfaútgáfu, víxlaútgáfu og bankalána hefði verið hækkuð úr 13 milljörðum króna á árinu 2020 í 30 milljarða króna. Ástæður þessarar auknu fjármögnunarþarfar, eins og segir í tilkynningu, eru auknar fjárfestingar, arðgreiðslur, endurgreiðsla á lánum til eigenda félagsins og væntingar um verri efnahagshorfur almennt.
Í tilkynningu frá 14. apríl sl. kom jafnframt fram að gert væri ráð fyrir að um helmingur fjármögnunar ársins yrði í formi bankalána frá innlendum og erlendum bönkum og um helmingur í formi útgáfu skuldabréfa á innlendum skuldabréfamarkaði.
Nú hefur verið tekin ákvörðun um að auka við hlutfall skuldabréfafjármögnunar á árinu og jafnframt minnka hlutfall fjármögnunar í formi bankalána. Heimild til fjármögnunar á árinu 2020 er óbreytt og nemur sem fyrr 30 milljörðum.
Félagið hefur gefið út skuldabréf fyrir 14,5 ma.kr. það sem af er ári og hefur öll fjármögnun félagsins verið með útgáfu grænna skuldabréfa. Útgáfa skuldabréfa það sem eftir lifir árs er áætluð á bilinu 7 -12 milljarðar eftir því sem kjör og markaðsaðstæður leyfa.
Fjárhagsstaða OR er sterk en skv. birtu 6 mánaða uppgjöri átti samstæðan um 28 milljarða af lausafé og markaðsverðbréfum þann 30.06.2020.