15. okt 2020
Orkuveitan
Orkuveita Reykjavíkur hefur í dag gefið út nýjan grænan skuldabréfaflokk með auðkennið OR231023 GB. Þetta er jafnframt fyrsti óverðtryggði græni skuldabréfaflokkur sem gefinn hefur verið út á Íslandi.
Skuldabréfin eru með vaxtagreiðslufyrirkomulagi og bera 2,8% vexti sem greiðast fjórum sinnum á ári fram að lokagjalddaga þann 23. október 2023.
Seld voru skuldabréf að fjárhæð 3.000 m.kr. að nafnvirði.
Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.