Græn fjármögnun frá NIB

21. jún 2021

Orkuveitan

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hefur staðfest að verkefnin sem bankinn lánaði Orkuveitu Reykjavíkur fyrir í fyrra standast strangar kröfur hans um umhverfisvæn verkefni. Með því telst lánið, sem var að fjárhæð 80 milljóna bandaríkjadala til grænnar fjármögnunar Orkuveitu Reykjavíkur. Orkuveita Reykjavíkur hefur nú fengið skjal þessu staðfestingar frá bankanum.

Önnur lánsfjármögnun OR síðustu misseri hefur eingöngu verið með útgáfu grænna skuldabréfa, sem skráð eru á markaði Nasdaq-Ísland. Góð eftirspurn hefur verið á grænum skuldabréfum OR og telja stjórnendur OR að þau stuðli að betri kjörum samanborið við hefðbundna skuldabréfaútgáfu.

Langflest fjárfestingarverkefni sem ráðist er í af hálfu fyrirtækjanna í samstæðu OR teljast græn en til að fá viðurkenningu ytri aðila á því þarf að vera með umhverfisáhrif verkefnanna á hreinu. Verkefnin við virkjanir Orku náttúrunnar á Nesjavöllum og Hellisheiði, sem fjármögnuð voru með láninu frá NIB, þurftu að fá einkunnirnar framúrskarandi eða góð í mati bankans svo að bankinn sjálfur gæti fjármagnað lánveitinguna með útgáfu grænna skuldabréfa, NIB Environmental Bonds.

Nú liggur fyrir staðfesting bankans á því að svo er.