Landsréttur staðfestir niðurstöðu héraðsdóms í Glitnis-máli

26. nóv 2021

Orkuveitan
Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson

Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu héraðsdóms í svokölluðu Glitnismáli; dómsmáli þar sem deilt var um uppgjör afleiðusamninga frá því skömmu fyrir efnahagshrunið.

Í byrjun júlí 2020 dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur Orkuveitu Reykjavíkur í óhag og dæmdi félagið til að greiða þrotabúi Glitnis 747 mkr. auk dráttarvaxta vegna uppgjörs á fyrrnefndum afleiðusamningum. Málsins hefur verið getið í árshlutareikningum Orkuveitu Reykjavíkur og í níu mánaða uppgjöri, sem birt var mánudaginn 22. nóvember síðastliðinn, segir að miðað við stöðuna þann 31.12.2020 þá sé fjárhæðin með dráttarvöxtum 3.238 mkr.

Orkuveita Reykjavíkur er nú að fara yfir dóminn með tilliti til endanlegrar uppgjörsfjárhæðar og þess hvort leitað verði áfrýjunarleyfis Hæstaréttar Íslands.