Niðurstaða úr skuldabréfaútboði 06.02.2018

6. feb 2018

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur lauk í gær, 5. febrúar 2018, útboði á nýjum skuldabréfum. Fossar Markaðir höfðu umsjón með útboðinu fyrir hönd OR.

Heildareftirspurn í útboðinu nam samtals 3.230 m. kr. að nafnverði.

Heildartilboð í flokkinn OR090546 voru samtals 1.850 m. kr. á bilinu 2,74% - 2,90%. Tilboðum að fjárhæð 1.310 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,85%.

Heildartilboð í flokkinn OR090524 voru samtals 1.380 m. kr. á bilinu 2,50% - 2,95%. Tilboðum að fjárhæð 475 m. kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 2,70%.

Stefnt er að töku skuldabréfanna til viðskipta á Nasdaq Iceland þann 12. febrúar næstkomandi.