OR - Niðurstaða útboðs grænna skuldabréfa

1. okt 2020

Orkuveitan

Lokuðu útboði á grænum skuldabréfum Orkuveitu Reykjavíkur lauk í dag, 30. september 2020. Gefin voru út skuldabréf í flokkunum OR020934 GB og OR180255 GB en skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf með lokagjalddaga 2. september 2034 og 18. febrúar 2055.

Í heildina bárust tilboð upp á 4.730 m.kr. að nafnvirði í flokkana.

Heildartilboð í OR 020934 GB voru samtals 2.430 m.kr. á bilinu 0,60% - 0,71%. Tilboðum að fjárhæð 1.850 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 0,63%. Heildartilboð í OR180255 GB voru samtals 2.300 m.kr. á bilinu 0,99% - 1,04%. Tilboðum að fjárhæð 1.850 m.kr. var tekið á ávöxtunarkröfunni 1,02%.

Fossar markaðir hafa umsjón með útgáfu og sölu skuldabréfanna sem og töku þeirra til viðskipta á markaði Nasdaq á Íslandi með sjálfbær skuldabréf.