Orkuveita Reykjavíkur í fjárfestingaflokk

8. sep 2021

Orkuveitan

Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody‘s færði í dag Orkuveitu Reykjavíkur (OR; Reykjavík Energy) í fjárfestingarflokk þegar það gaf samstæðunni einkunnina Baa3 sem útgefandi langtímaskuldabréfa. Horfur telur matsfyrirtækið stöðugar.

Í tilkynningu Moody‘s Investor Service er vísað til þess að fjárhagslegar stoðir OR hafi styrkst. Það komi meðal annars fram í svokölluðu grunnmati fyrirtækisins (baseline credit assessment) sem hækki í ba1 úr ba2. Ástæður þessa er góð afkoma reksturs Orkuveitu Reykjavíkur, hækkað álverð og aukið jafnvægi milli tekna og skulda í erlendri mynt. Fjármálastefna og áhættustýring OR eru einnig mikilvægir matsþættir í UFS-aðferðafræði Moody‘s, en UFS stendur fyrir umhverfi, félagslega þætti og stjórnhætti.

Hér má lesa tilkynningu Moody‘s um lánshæfismatið.