Orkuveitan | Birting viðauka við grunnlýsingu

18. des 2024

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur (Orkuveitan) hefur birt viðauka við grunnlýsingu dagsetta 2. október 2024.
Tilefni viðaukans er að uppfærsla græns fjármögnunarramma Orkuveitunnar fól í sér að nú er hann gerður í samræmi við flokkunarreglugerð Evrópusambandsins. S&P Global staðfesti með óháðri skoðun að svo væri og nú hefur Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands staðfest viðaukann.
Viðaukinn er hér meðfylgjandi og verður einnig birtur á vefsíðu útgefanda, www.or.is. Grunnlýsinguna og viðaukann má nálgast á vefsíðunni á gildistíma grunnlýsingarinnar og hjá útgefanda á skrifstofu félagsins að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.
Fossar fjárfestingarbanki hf. hafði umsjón með því ferli að fá viðaukann við grunnlýsinguna staðfestan hjá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

Nánari upplýsingar veitir:
Snorri Hafsteinn Þorkelsson, framkvæmdastjóri Fjármála Orkuveitunnar, sími: 516 6100, netfang: snorri.hafsteinn.thorkelsson@or.is

Viðhengi