30. sep 2016
OrkuveitanOrkuveita Reykjavíkur og Magma Energy Sweden, móðurfélag HS Orku, hafa náð samkomulagi, með fyrirvara um staðfestingu stjórnar, um breyttar afborganir á skuldabréfi sem gjaldfalla átti í einu lagi í desember 2016. Uppreiknað virði bréfsins er um 72 milljónir bandaríkjadala. Samkvæmt samkomulaginu verður helmingur fjárhæðar bréfsins greiddur við staðfestingu þessa samkomulags og helmingur á fyrri hluta árs 2018. Hlutabréf í HS Orku munu áfram verða að veði fyrir greiðslu og vextir munu hækka í 5%.
Breytt greiðslutilhögun kemur til skoðunar hjá Seðlabanka Íslands.