28. maí 2018
OrkuveitanStöðugleiki einkennir niðurstöðu reksturs Orkuveitu Reykjavíkur fyrstu þrjá mánuði ársins. Þetta sýnir árshlutareikningur samstæðunnar sem stjórn fyrirtækisins samþykkti í dag. Innan samstæðunnar eru, auk móðurfyrirtækisins, Veitur, Orka náttúrunnar og Gagnaveita Reykjavíkur.
OR árshlutareikningur samstæðu F1 2018
Þrátt fyrir lækkun Veitna á gjaldskrám vatnsveitu og rafmagnsdreifingar vaxa tekjur milli ára. Því ráða aukin umsvif í samfélaginu sem birtist meðal annars í aukinni sölu á heitu vatni. Sveiflur í álverði koma fram í reiknuðum stærðum í árshlutareikningnum. Þær voru óhagstæðar fyrstu þrjá mánuði ársins sem nam 5,2 milljörðum króna. Á sama tímabili 2017 var þessi stærð hagstæð um 5,3 milljarða. Heildarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs 2018 er engu að síður jákvæð sem nemur 390 milljónum króna.
Stjórn OR samþykkti einnig í dag tillögu til aðalfundar fyrirtækisins um að eigendum OR – Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð – verði greiddur arður vegna ársins 2017 að fjárhæð 1.250 mkr. Aðalfundur OR verður haldinn í næsta mánuði.
Grunnrekstur Orkuveitu Reykjavíkur er afar traustur. Árshlutareikningurinn endurspeglar aukin umsvif í samfélaginu, við sjáum tekjur vaxa en líka rekstrarkostnað og þurfum að halda vöku okkar. Við erum að þróa áfram þá grunnþjónustu sem fyrirtækin innan OR-samstæðunnar veita. Orkuskipti í samgöngum standa yfir og framundan er snjallvæðing rafdreifikerfisins.
Fjárhæðir í milljónum króna
F1 2015
F1 2016
F1 2017
F1 2018
Rekstrartekjur
11.110
11.336
11.822
12.263
Rekstrarkostnaður
(3.880)
(4.079)
(4.138)
(4.511)
þ.a. orkukaup og flutningur
(1.868)
(1.635)
(1.701)
(1.730)
EBITDA
7.230
7.257
7.685
7.752
Afskriftir
(2.399)
(2.406)
(2.384)
(2.287)
Rekstrarhagnaður (EBIT)
4.831
4.850
5.301
5.464
Afkoma tímabilsins
3.276
2.535
6.039
390