Tillaga að skilyrðum arðgreiðslna til eigenda OR

6. nóv 2015

Orkuveitan

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) hefur samþykkt tillögu að arðgreiðsluskilyrðum fyrir fyrirtækið. Tillagan er nú til meðferðar hjá eigendum fyrirtækisins; Reykjavíkurborg, Akraneskaupstað og Borgarbyggð.

Tillagan er gerð í samræmi við ákvæði í eigendastefnu OR sem gerir ráð fyrir að stjórn samþykki arðstefnu fyrir fyrirtækið, sem hljóta skuli staðfestingu eigenda. Í tillögunni eru fjárhagslegir mælikvarðar, sem uppfylltir skulu, áður en til arðgreiðslu kemur frá fyrirtækinu og arðgreiðslur megi ekki brjóta gegn.

Skilyrðin eru þessi:
Skilyrði 2016-2018 2019-
1.Veltufjárhlutfall >1,0 >1,0
2. Eiginfjárhlutfall >35% >40%
3. FFO vaxtaþekja >3,5 >3,5
4. RCF / nettó skuldir >11% >13%
5. FFO / nettó skuldir >13% >17%
6.  Arðgreiðsluhlutfall ≤50% ≤50%

Samkvæmt Planinu, aðgerðaáætlun sem OR hefur unnið eftir frá árinu 2011, er ekki greiddur arður á gildistíma þess. Planið er í gildi til ársloka 2016.