Viðbótarútgáfa skuldabréfa

7. feb 2018

Orkuveitan

OR090524 og OR090546

Þann 1. febrúar skrifaði Orkuveita Reykjavíkur undir samning um viðskiptavakt á tveimur flokkum verðtryggðra skuldabréfa, OR090524 og OR090546, við Arion Banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankann hf. og Kviku Banka hf.

Samkvæmt skilmálum samningsins bauðst hverjum viðskiptavaka að kaupa allt að 100m að nafnverði í hvorum flokki skuldabréfa, áður en viðskiptavakt hæfist þann 7. febrúar, á sama verði og samþykkt tilboð í útboði félagsins sem haldið var þann 5. febrúar.

Viðskiptavakar nýttu sér í dag kauprétt á 180 m.kr að nafnverði OR090524 á ávöxtunarkröfunni 2,70% og á 200 m.kr að nafnvirði OR090546 á ávöxtunarkröfunni 2,85%. Uppgjör viðskiptanna fer fram 7. febrúar og í framhaldinu verður óskað eftir töku bréfanna til viðskipta á NASDAQ OMX Iceland.

Heildarstærð OR090524 eftir útboðið og kaup viðskiptavaka er 2.743.000.000,- kr. að nafnvirði og heildarstærð OR090546 er 16.001.243.199,- kr.