14. mar 2022
OrkuveitanÞann 10. febrúar 2022 skrifaði Orkuveita Reykjavíkur undir samninga um viðskiptavakt á flokki óverðtryggðra skuldabréfa, OR180242 GB, við Arion Banka hf., Íslandsbanka hf., Landsbankann hf. og Kviku Banka hf. Samningarnir tóku gildi þann 27. janúar 2022.
Samkvæmt skilmálum samningsins bauðst hverjum viðskiptavaka að kaupa allt að 100m að nafnverði í OR180242 GB á sama verði og samþykkt tilboð í útboði félagsins sem haldið var þann 24. febrúar síðastliðinn.
Viðskiptavakar nýttu sér kauprétt á OR180242 GB að nafnvirði 60 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 5,39%. Uppgjör viðskiptanna fer fram 18. mars og er þá jafnframt stefnt að töku bréfanna til viðskipta á NASDAQ Iceland Sustainable Bond markaðnum.
Samhliða viðbótarútgáfunni mun OR stækka flokkinn um 480 m. kr. að nafnvirði. Bréfin verða ekki seld til fjárfesta en stækkunin er tilkomin svo OR geti staðist skuldbindingar um veitingu verðbréfalána í tengslum við áðurnefnda viðskiptavakt. Samtals verður flokkurinn því stækkaður um 540m kr. að nafnvirði.
Heildarstærð OR180242 GB eftir viðbótarútgáfu til viðskiptavaka og stækkun flokksins vegna verðbréfalána er 6.237.500.000,- kr. að nafnvirði.