Innkaupastefna

Við gætum jafnræðis, gagnsæis og hagkvæmni við öll innkaup.

Það er stefna Orkuveitunnar að beita opnum útboðum við kaup á vörum, þjónustu og verkframkvæmdum. Að öðrum kosti skal beita öðrum innkaupaaðferðum í samræmi við gildandi lög og reglur.

Við innkaup og rekstur samninga tökum við tillit til sjálfbærnisjónarmiða, s.s. gæða-, heilbrigðis-, mannréttinda-, umhverfis-, upplýsingaöryggis- og öryggissjónarmiða og miðum mat okkar á hagstæða tilboði meðal annars út frá þessum þáttum.

Innkaupastefna Orkuveitunnar

Ytri innkaupavefur Orkuveitunnar