[Stefna yfirfarin á stjórnarfundi 30.09.2024]
Meginmarkmið áhættustefnu Orkuveitunnar er að stuðla að því að félagið sinni hlutverki sínu á öruggan og hagkvæman máta innan marka ásættanlegrar áhættu, eðli viðkomandi starfsemi og í samræmi við samþykktar stefnur og markmið um öfluga áhættustjórnun.
Áherslur áhættustefnu eru að:
* Draga úr sveiflum í afkomu á hverjum tíma með því að greina, meta og stýra áhættum.
* Stuðla að fullnægjandi lausafjárstöðu og aðgengi að fjármagni til að standa undir uppbyggingu á þjónustu og reglulegri starfsemi.
* Greina áhættur og tækifæri til að stuðla að bættum rekstri og upplýstri ákvarðanatöku.
* Stuðla að áhættuvitund starfsfólks.
Áhættuhandbók Orkuveitunnar og tengd skjöl lýsa umgjörð áhættustýringar, heildarsýn og áhættuvilja stjórnar. Stjórn felur forstjóra að framfylgja áhættustefnunni og upplýsa með reglubundnum hætti um stöðu áhættuflokka og um áhættur utan skilgreindra viðmiða stjórnar. Breytingar á áhættumörkum og/eða áhættuvilja skulu samþykktar af stjórn.
Tilvísanir
SKI-100; Ábyrgðir í vottuðum stjórnunarkerfum.
VRC-060; Áhættuhandbók.