Orkuveitan auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vísinda- og frumkvöðlasjóði Orkuveitunnar, sem gengur undir nafninu VOR.
Markmið sjóðsins er að styrkja rannsóknir sem tengjast starfssviði Orkuveitunnar með áherslu á stefnu Orkuveitunnar og markmið félagsins um að vera aflvaki sjálfbærrar framtíðar.
Að þessu sinni er lögð áhersla á eftirfarandi stefnumarkmið Orkuveitunnar:
Auglýst er eftir umsóknum um styrki í tveimur flokkum. Annars vegar námsstyrki vegna lokaverkefna (tæknifræði-, meistara- og doktorsnemar) og hinsvegar verkefnastyrki fyrir einstaklinga eða fyrirtæki og stofnanir. Hámark námsstyrkja er 1.000.000 kr. fyrir tæknifræði- og meistaranema og 3.000.000 kr. fyrir doktorsnema. Hámark verkefnastyrkja er 5.000.000 kr. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, gera grein fyrir tíma- og kostnaðaráætlun, og rökstyðja hvernig verkefnið tengist starfssviði Orkuveitunnar og þeim stefnumarkmiðum sem fyrirtækið leggur áherslu á að þessu sinni.
Ákvörðun um úthlutun styrkja er tekin af stjórn VORs að fengnu áliti fagráðs sem skipað er af stjórn sjóðsins.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir. Sendu inn umsókn hér.
Lokað verður fyrir umsóknir þann 21.janúar 2025.
Fyrirspurnir má senda á netfangið vor@or.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál.
English version available here.