Öll meðferð Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á persónuupplýsingum lýtur lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og reglum sem settar eru samkvæmt þeim. OR gætir þess að öll vinnsla persónuupplýsinga innan fyrirtækisins sé í samræmi við framangreind lög og framfylgir því að vinnsluaðilar sem fá aðgang að persónuupplýsingum fylgi þeim einnig.
OR upplýsir einstaklinga um þá vinnslu persónuupplýsinga sem á sér stað á vegum fyrirtækisins og í hvaða tilgangi hún er unnin. OR tryggir að vinnsla fari ekki fram í öðrum tilgangi en upplýst hefur verið um nema með fullri vitneskju hlutaðeigandi og fullnægjandi heimild samkvæmt persónuverndarlögum.
Einstaklingar geta óskað upplýsinga um vinnslu sem á sér stað hjá OR og varðar þá sjálfa. Þeir geta andmælt henni telji þeir að hún samræmist ekki gildandi lögum og reglum og eftir atvikum krafist þess að rangar, villandi eða ófullkomnar persónuupplýsingar verði leiðréttar eða eytt.
Samkvæmt upplýsingalögunum á almenningur rétt til aðgangs að fyrirliggjandi gögnum sem varða tiltekið mál. Sá réttur takmarkast af ákvæðum 6.–10. gr. laganna, sem snúa m.a. að gögnum um málefni starfsmanna auk þess sem fyrirtækinu er almennt ekki skylt að afhenda vinnugögn. Einkahagsmunir einstaklinga og fyrirtækja og almannahagsmunir geta takmarkað þennan rétt og gert Orkuveitu Reykjavíkur óheimilt að afhenda tiltekin gögn. Af því að almenningur á OR getur verið að við synjum beiðni um gögn ef það t.d. skaðar samkeppnisstöðu OR eða dótturfyrirtækja.
Ef þú vilt fá aðgang að gögnum þá biðjum við þig að fylla út þar til gert eyðublað. Á því tiltekur þú gögnin sem þú vilt fá aðgang að eða efni þess máls sem þau tilheyra með nægilega skýrum hætti svo við getum áttað okkur sem best á því hvað þú ert að biðja um. Við afgreiðum beiðnina þína svo fljótt sem verða má.