Organization

1.gr. - Nafn og lögheimili

1.1 Vísindasjóður Orkuveitunnar - VOR er sjóður í eigu Orkuveitu Reykjavíkur sameignarfyrirtækis.

1.2 Lögheimili sjóðsins er að Bæjarhálsi 1 í Reykjavík.


2.gr. - Hlutverk

2.1 Sjóðurinn er vísinda- og rannsóknarsjóður sem stendur fyrir og eflir rannsóknir á sviði fyrirtækisins með áherslu á tengingu við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.


3.gr. - Markmið

3.1 Að stuðla að og styrkja rannsóknir á starfssviði fyrirtækisins með áherslu á þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, sem eru í forgangi hverju sinni í samræmi við stefnu fyrirtækisins.

3.2 Að styrkja rannsóknir meistara og doktorsnema sem tengjast starfssviði og áherslum Orkuveitu Reykjavíkur.


4.gr. - Úthlutun styrkja og umsóknir

4.1 Stjórn sjóðsins setur úthlutunarreglur sem styðja við markmið sjóðsins.


5.gr. - Tekjur sjóðsins

5.1 Stofnframlag sjóðsins er eitt hundrað milljónir króna – kr. 100.000.000,- sem greiðist af Orkuveitu Reykjavíkur.

5.2 Árlegt framlag Orkuveitu Reykjavíkur til sjóðsins er ákveðið af stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ár hvert.

5.3 Tekjur af einkaleyfum sem verða til vegna rannsókna sem styrktar eru af sjóðnum.

5.4 Stjórn sjóðsins er heimilt að skilyrða styrkveitingar til verkefna, því að ákveðin hlutdeild í tekjustreymi sem skapast vegna verkefnisins eða einkaleyfa á uppgötvunum renni til sjóðsins.

5.5 Aðrar tekjur eða framlög sem skapast af starfssemi sjóðsins.


6.gr. - Rekstrarkostnaður

6.1 Rekstrarkostnaður skal greiddur af ráðstöfunarfé sjóðsins.


7.gr. - Stjórn sjóðsins, fagráð og skipulag

7.1 Stjórn hefur æðsta vald í málefnum sjóðsins. Stjórn sjóðsins skipa þrír aðilar:

  • Stjórnarformaður Orkuveitur Reykjavíkur
  • Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur 2
  • Einn utanaðkomandi skipaður af stjórnarformanni OR og forstjóra OR

7.2 Stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur er formaður stjórnar sjóðsins.

7.3 Stjórn sjóðsins skipar fagráð.

7.4 Fagráð sjóðsins skipa framkvæmdastýra/stjóri Rannsóknar og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur ásamt sérfræðingum á sviðum þeirra heimsmarkmiða sem eru í forgangi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

7.5 Framkvæmdastýra/stjóri Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður formaður fagráðs.

7.6 Fagráðið útfærir umsóknarferlið samkvæmt úthlutunarreglum, stýrir umsóknarferlinu og rýni umsókna og gerir tillögu til stjórnar sjóðs um úthlutun.

7.7 Stjórn sjóðsins ákveður úthlutun styrkja.

7.8 Skipurit sjóðsins:


Reykjavík, 29. apríl 2022