Siðareglur birgja

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar, Ljósleiðarinn og Carbfix, styðja Global Compact, alþjóðasamning Sameinuðu þjóðanna, sem byggir á fjölda annarra alþjóðasamninga. Með því hafa fyrirtækin skuldbundið sig að stefna þeirra og starfshættir séu í samræmi við grundvallarviðmið sem snúa að mannréttindum, vinnumarkaði, umhverfinu og aðgerðum gegn spillingu. Heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu, sem tekur meðal annars til ábyrgra opinberra innkaupa, er eitt áherslumarkmiða Orkuveitu Reykjavíkur.

Í samræmi við þetta gera Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélögin þá kröfu til birgja sinna, það er fyrirtækja og einstaklinga sem sjá OR og dótturfyrirtækjunum fyrir vöru eða þjónustu, að þeir fylgi þessum grundvallarviðmiðum og geri jafnframt kröfu til þess að þeirra birgjar fylgi þeim einnig. Sé þess óskað skal birgi staðfesta að þessum grundvallarviðmiðum sé fylgt.

Staðfestingarform er neðst á síðunni.

Siðareglur birgja OR og dótturfélaga

Verklag um meðferð upplýsinga um ætlað brot á Siðareglum


Siðareglur birgja

Persónuverndarstefna OR

Fylla þarf út stjörnumerkta reiti

Fylla þarf út stjörnumerkta reiti

Spurningar og svör

Af hverju er verið að setja siðareglur birgja?

Það skiptir ekki bara máli að gera réttu hlutina heldur ekki síður að gera þá rétt. Samfélagsábyrgð fyrirtækja gengur einmitt út á það og þá er ekki nóg að líta einungis til eigin reksturs heldur líka aðfanganna til hans. Fyrirtæki bera vaxandi ábyrgð á virðiskeðju sinni. Með siðareglum birgja leitast fyrirtækin í samstæðu Orkuveita Reykjavíkur við að hafa yfirsýn yfir virðiskeðju fyrirtækjanna og hafa áhrif á hana.

Hvað gerist ef mitt fyrirtæki skrifar ekki undir?

Við skráum í birgjalistann hjá okkur hvort fyrirtæki hafa undirgengist siðareglurnar. Við útboð, verðkannanir eða verðfyrirspurnir munum líta til þess hvort viðkomandi birgir hafi staðfest að hann muni fara eftir reglunum og líta svo á að treysti birginn sér ekki til þess að fara eftir þeim kæri hann sig ekki um viðskiptin.

Hefur það áhrif á mat á tilboði frá mínu fyrirtæki ef við skrifum ekki undir siðareglurnar?

Við tilboðsgerð í formlegum útboðum staðfesta birgjar sérstaklega að þeir undirgangist kröfur samsvarandi siðareglunum og oft á tíðum strangari kröfur í einstökum málaflokkum. Nú ætlum við að gera samsvarandi kröfur í öllum innkaupum og munum líta svo á að tilboð sé ógilt hafi birgir ekki staðfest reglurnar.