Helstu stjórnendur

Forstjóri

Bjarni Bjarnason

Bjarni Bjarnason (mynd í fullri upplausn)

Bjarni Bjarnason forstjóri lauk B.Sc. prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1981. Þá tók hann licentiat-próf í námaverkfræði frá Tækniháskólanum í Luleå í Svíþjóð 1986. Bjarni tók við forstjórastarfinu 1. mars 2011. Hann hafði þá starfað sem forstjóri Landsvirkjunar Power, dótturfélags Landsvirkjunar, frá 2008 en áður var hann framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar um sjö ára skeið. Bjarni hefur sinnt ýmsum stjórnunarstörfum á ferli sínum, m.a. sem tæknistjóri Jarðborana hf., framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og forstjóri Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga.

Framkvæmdastjórar í móðurfélagi

Mannauður og menning

Sólrún Kristjánsdóttir

Sólrún Kristjánsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum OR árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og mannauðsstjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga.

Rannsóknir og nýsköpun

Hildigunnur Thorsteinsson

Hildigunnur Thorsteinsson (mynd í fullri upplausn)

Hildigunnur Thorsteinsson er framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar. Hún lauk prófi í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og meistaraprófi frá MIT árið 2008 á sviði jarðvarma. Hún hefur unnið að jarðhitamálum allt frá 2005 og árið 2009 hóf hún störf hjá Department of Energy í Washington. Hildigunnur var teymisstjóri og hafði umsjón með tugum rannsóknarverkefna sem ýtt var úr vör með átaki Bandaríkjastjórnar á sviði grænnar orku. Hún gekk til liðs við OR árið 2013.

Fjármál

Benedikt K. Magnússon

Benedikt K. Magnússon (mynd í fullri upplausn)

Benedikt K. Magnússon er framkvæmdastjóri Fjármála. Hann er með M.Sc. próf í fjármálum frá Háskóla Íslands og hefur víðtæka reynslu af hvoru tveggja fjármála- og rekstrarráðgjöf sem og af stafrænni umbreytingu fyrirtækja. Benedikt starfaði hjá KPMG frá árinu 2001, var á meðal eigenda frá árinu 2008 og sat í stjórn fyrirtækisins á árunum 2009 – 2013. Benedikt sat í framkvæmdastjórn og var sviðsstjóri ráðgjafarsviðs KPMG frá árinu 2013.

Þjónusta

Skúli Skúlason

Skúli Skúlason (mynd í fullri upplausn)

Skúli Skúlason er framkvæmdastjóri Þjónustu. Hann hefur viðskiptafræðipróf, meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var deildarstjóri tómstundamála hjá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur í 7 ár og síðar fjármálastjóri þess í 10 ár. Hann var ráðgjafi hjá Capacent ráðgjöf með áherslu á gerð viðskiptaáætlana, almenna rekstrarráðgjöf og áætlanagerð. Hann var stundakennari í rekstrargreiningu við Háskólann í Reykjavík auk þess sem hann kenndi ýmis námskeið við Opna háskólann og víðar á sviði áætlanagerðar, innkaupastjórnunar og hönnun ferla í rekstri.

Framkvæmdastjórar dótturfélaga

Veitur

DSC01827-2UV.jpg

Sólrún Kristjánsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Sólrún Kristjánsdóttir, framkvæmdastýra Veitna, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum OR árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og mannauðsstjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga.

Ljósleiðarinn

Erling Freyr Guðmundsson

Erling Freyr Guðmundsson (mynd í fullri upplausn)

Erling Freyr Guðmundsson er framkvæmdastjóri Ljósleiðarans ehf. Hann lagði fyrst stund á rafvirkjun og lauk MBA-prófi frá Háskólanum í Reykjavík 2009. Erling stofnaði Ljósvirkjann, þjónustufyrirtæki við fjarskiptafyrirtæki, árið 1996 og upp úr aldamótum stofnaði hann ásamt öðrum Industria, fyrirtæki sem sérhæfði sig í þjónustu við uppbyggingu ljósleiðarakerfa. Hann rak það fyrirtæki hér á landi frá 2003 og síðan á Bretlandseyjum frá ársbyrjun 2008. Árið 2013 tók Erling við framkvæmdastjórn fjarskipta- og tæknisviðs 365 miðla og starfaði frá miðju ári 2014 sem fjármálastjóri við endurskipulagningu á Hringrás og tengdum félögum. Hann hóf störf hjá OR í ársbyrjun 2015.

Orka náttúrunnar

Berglind Rán Ólafsdóttir

Berglind Rán Ólafsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Berglind Rán Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar ohf. Hún er sameindalíffræðingur með MBA próf frá IESE í Barcelona. Hún kom til starfa hjá Orku náttúrunnar árið 2017 og hafði þá meira en áratugareynslu af viðskiptaþróun meðal annars hjá Landsvirkjun, Medis og Íslenskri erfðagreiningu.

Carbfix

Edda Sif Pind Aradóttir

Edda Sif Pind Aradóttir (mynd í fullri upplausn)

Edda Sif Pind Aradóttir er framkvæmdastýra Carbfix og kolefnisfargari. Hún er efnaverkfræðingur og lauk doktorsnámi frá HÍ árið 2011. Edda starfaði áður sem forstöðumaður nýsköpunar og framtíðarsýnar á Rannsókna- og nýsköpunarsviði OR og var verkefnisstýra Carbfix loftslagsverkefnisins frá árinu 2011. Í störfum sínum fyrir OR leiddi Edda m.a. stefnumótandi verkefni hvað varðar sjálfbæra auðlindanýtingu til framtíðar auk þess sem hún stýrði stórum alþjóðlegum nýsköpunarverkefnum styrktum af rammaáætlun ESB um orku- og loftslagsmál. Edda hefur unnið ötullega að miðlun upplýsinga um kolefnisförgun sem mótvægisaðgerð við loftslagsvána, m.a. í mörgum útbreiddustu fjölmiðlum heims og á stefnumótandi viðburðum þjóðarleiðtoga. Edda hóf störf hjá OR árið 2003.

Stjórnhættir og stefna

Undir forstjóra OR heyra sex stjórnendur sérfræðisviða, sem starfa með öllum einingum samstæðunnar.

Stefna

Guðrún Erla Jónsdóttir

Guðrún Erla Jónsdóttir (mynd í fullri upplausn)

Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri, lauk BSc. prófi í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2004 með viðkomu í San Diego State University. Hún stundaði framhaldsnám í Syddansk Universitet í Odense og lauk MSc. prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2006. Guðrún Erla starfaði sem skrifstofustjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur til 2008 og síðan sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar til hún gekk til liðs við OR árið 2015.

Samskipti og samfélag

brekil.jpg

Breki Logason (mynd í fullri upplausn)

Breki Logason stjórnandi Samskipta og Samfélags útskrifaðist með MBA-gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015. Hann hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum þar sem hann starfaði sem blaða- og fréttamaður auk þess sem hann var fréttastjóri Stöðvar 2. Hann hefur einnig starfað í auglýsingageiranum, sem ráðgjafi í heilbrigðisráðuneytinu og sem framkvæmdarstjóri ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours sem hann stofnaði ásamt bræðum sínum árið 2015.

Öryggi og heilsa

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson (mynd í fullri upplausn)

Reynir Guðjónsson er öryggisstjóri OR. Hann hefur langa reynslu af starfi á því sviði. Hann vann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Hann vann einnig sem forvarnarfulltrúi hjá VÍS um tveggja ára skeið.

Umhverfi

Hólmfríður Sigurðardóttir

Hólmfríður Sigurðardóttir (mynd í fullri upplausn)

Hólmfríður Sigurðardóttir, umhverfisstjóri, er líffræðingur frá Háskóla Íslands 1983 með Meistarapróf í jarðvegslíffræði frá Árósaháskóla í Danmörku auk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hólmfríður á langan feril að baki á sviði umhverfismála en hún starfaði m.a. á Skipulagsstofnun um 12 ára skeið, lengst af sem sviðsstjóri umhverfissviðs. Hún hóf störf hjá OR árið 2007.

Lögfræði

Elín Smáradóttir

Elín Smáradóttir (mynd í fullri upplausn)

Elín Smáradóttir, yfirlögfræðingur OR, útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 1994 og hlaut héraðsdómslögmannsréttindi árið 1996. Hún starfaði hjá Skipulagsstofnun á árunum 1994-2003 og síðan hjá Orkustofnun til ársins 2008 þegar hún gekk til liðs við OR.

Verkefnastofa

Aðalheiður Sigurðardóttir

Aðalheiður Sigurðardóttir (mynd í fullri upplausn)

Aðalheiður Sigurðardóttir er forstöðumaður verkefnastofu hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Hún er viðskiptafræðingur með meistarapróf í verkefnastjórnun (MPM) og frekara nám í þeim fræðum frá Stanford Center for Professional Development. Frá 2011 starfaði hún sem verkefnisstjóri hjá Össuri og leiddi alþjóðlega verkefnastofu Össurar frá árinu 2016. Þá hefur Aðalheiður sinnt stundakennslu í verkefnastjórnun á meistarastigi meðfram vinnu síðustu ár.