Stjórn

Stjórnarmenn Orkuveitu Reykjavíkur eru kjörnir af sveitarstjórnum sveitarfélaganna þriggja sem eiga fyrirtækið.

Stjórn-OR.jpg

Fulltrúar Reykjavíkurborgar í stjórn OR eru Brynhildur Davíðsdóttir, sem er formaður, Gylfi Magnússon, sem er varaformaður, Vala Valtýsdóttir, Kjartan Magnússon og Eyþór Laxdal Arnalds.

Varamenn eru Auður Hermannsdóttir, Margrét S. Björnsdóttir, Páll Gestsson, Katrín Atladóttir og Björn Gíslason.

Fulltrúi Akraneskaupstaðar er Valgarður Lyngdal Jónsson og Guðjón Viðar Guðjónsson til vara.

Áheyrnarfulltrúi Borgarbyggðar er Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Lilja Björg Ágústsdóttir til vara.

Áheyrnarfulltrúi Starfsmannafélags OR er Ólöf Snæhólm Baldursdóttir og Unnur Líndal Karlsdóttir til vara.

Fundargerðir stjórnar

Starfsreglur stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

Tvær nefndir starfa á vegum stjórnar OR:

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar starfar fyrir Reykjavíkurborg og dótturfyrirtæki hennar. Nefndina skipa Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi, Sigrún Guðmundsdóttir, löggiltur endurskoðandi, Einar S. Hálfdánarson, lögmaður og löggiltur endurskoðandi og Sunna Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur sem tilnefnd er af stjórn OR.

Starfskjaranefnd

Starfskjaranefnd skipa stjórnarmennirnir Vala Valtýsdóttir og Hildur Björnsdóttir auk Drífu Sigurðardóttur.