Upplýsingasíða

Útboð á vörum, þjónustu og verkum eru framkvæmd í samræmi við innkaupastefnu Orkuveitunnar og ákvarðanir Innkauparáðs.

Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur.

Virk útboð

Öll innkaupaferli Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélaga eru frá og með 1. janúar 2019 framkvæmd með rafrænum hætti í gegnum útboðsvef Orkuveitu Reykjavíkur. Inni á framangreindum útboðsvef er að finna lista yfir öll virk útboð hjá Orkuveitur Reykjavíkur og dótturfélögum.

Innleiðing á rafrænu útboðskerfi er liður í því að uppfylla nýjar reglur laga og reglugerða um rafræn samskipti og upplýsingagjöf í innkaupaferlum vegna opinbera innkaupa, sbr. ákvæði 47. gr. reglugerðar um  um innkaup aðila sem annast vatnsveitu, orkuveitu, flutninga og póstþjónustu nr. 340/2017 og 22. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2018.

Aðilar sem hafa áhuga að taka þátt í innkaupaferlum eru hvattir til að skrá sig á útboðsvefinn.

Leiðbeiningar vegna nýskráningar á útboðsvef Orkuveitur Reykjavíkur.pdf

Innkaup og rekstrarþjónusta Orkuveitu Reykjavíkur mælir með að bjóðendur kynni sér útboðsvef OR og undirbúi afhendingu fyrirspurna og skil á tilboðum með góðum fyrirvara. Innkaup og rekstrarþjónusta mun leitast við að aðstoða bjóðendur við notkun á útboðsvef enda berist ósk þar um með hæfilegum fyrirvara eða eigi síðar en einum virkum degi fyrir viðkomandi tímafrest.

Innkaupastefna Orkuveitu Reykjavíkur

Fylgiskjöl útboðsverkefna

Eftirtalin skjöl þurfa verktakar að kynna sér vegna þátttöku í útboðum á vegum Veitna:

Skilavörueyðublað

Skráning á ófullnægjandi afgreiðslu

Staldraðu við - Öryggisveggspjald

Take a minute - Safety poster (Staldraðu við - enska)

Zatrzymaj się i sprawdź - Plakat bezpieczeństwa (Staldraðu við - pólska)

Vönduð meðferð lagnaefnis

Samkomulag um öryggismál í útboðsverkum

Jarðvinna nálægt háspennustrengjum Veitna

Aðstoð við verktaka - vinnuvernd