Arðgreiðslustefna

[Stefna lögð fram á stjórnarfundi 31.10.2022]

Arðgreiðslustefna Orkuveitu Reykjavikur felur í sér að arðgreiðslur séu að jafnaði greiddar til eigenda að fjárhagslegum skilyrðum uppfylltum, m.a. að fjárhagslegur styrkleiki fyrirtækisins sé nægur og nægt laust fé sé til staðar til reksturs og fjárfestinga félagsins.

Jafnframt skal arðsemi af rekstri samstæðunnar vera innan lágmarksviðmiðs um arðsemi sem kveðið er á um í arðsemistefnu félagsins. Stefna skal að viðvarandi og stöðugum arðgreiðslum til eigenda að því marki að þær ógni ekki fjárhagsstöðu samstæðunnar til framtíðar litið.

Fjárhagsskilyrðin, sem ákvörðuð eru hér að neðan, snúa meðal annars að stöðu og horfum eftirfarandi þátta: eiginfjárhlutfall, lausafjárstaða, skuldsetning, fjárfestingar og rekstur félagsins. Skilyrðin skulu uppfyllt áður en til arðgreiðslu kemur og að henni lokinni án þess að fjárhagslegum skilyrðum sé ógnað til framtíðar litið.

Skilyrðin eru þessi og gilda um árslokastöðu skv. reikningsskilum samstæðunnar og fjárhagsáætlun næstu ára að teknu tilliti til arðgreiðslu. Skilyrðin miðast við meðaltal þriggja ára, nánar tiltekið síðasta ársreikning, útkomuspá yfirstandandi árs og spá næsta árs á eftir

Frá og með 2019
1. Veltufjárhlutfall (leiðrétt m.t.t. innb. afleiðna) >1,0
2. Eiginfjárhlutfall >40%
3. FFO vaxtaþekja >3,5
4. RCF / nettó skuldir >13%

Skilgreiningar:


FFO = Handbært fé frá rekstri (e. funds from operation)

Nettó skuldir = Vaxtaberandi skuldir að frádregnu handbæru fé og annarra vaxtaberandi fjáreigna

FFO Vaxtaþekja = mælir getu fyrirtækis til að standa við vaxtagreiðslur af skuldbindingum sínum

RCF = Handbært fé frá rekstri að frádregnum arðgreiðslum

Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðunnar.