Jafnréttisstefna

Jafnréttisstefna er skuldbinding Orkuveitu Reykjavíkur um stöðugar umbætur í jafnréttismálum.

[Stefna lögð fram á stjórnarfundi 28.03.2022 ]

OR leggur mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar til grundvallar jafnréttisstefnu sinni. Jafnréttisstefna OR miðar að því að meta einstaklinga að eigin verðleikum og að þeir fái notið jafns réttar. Stefnan er órjúfanlegur hluti af launastefnu og gildir fyrir allt starfsfólk.

Fyrirtækið vinnur markvisst að því að:

 • Að starfskjör kynja séu jöfn.
 • Að jafna hlutfall kynja innan OR samstæðunnar og einstakra fyrirtækja, hópa, sviða, deilda.
 • Að auka fjölbreytni innan fyrirtækja og hópa til að mynda varðandi kynferði, aldur, kynhneigð, trúarbrögð, skoðanir, þjóðerni, kynþátta, litarhátta, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti og tryggja að fjölbreytni.
 • Að gera starfsfólki kleift að samræma sem best einkalíf og starfsábyrgð.
 • Að efla jafnréttismenningu starfsfólks OR samstæðunnar.
 • Að efla fræðslu og vitund starfsfólks um málefni og áskoranir minnihlutahópa.
 • Að vinna gegn einelti, kynbundnu ofbeldi, kynbundnu áreiti og kynferðislegri áreiti innan fyrirtækisins.
 • Að tryggja fjölbreytni innan hópa á öllum stigum ábyrgðar- og ákvarðanatöku innan fyrirtækisins og tekið sé mið af jafnréttissjónarmiðum við stefnumótun og stærri ákvarðanir.
 • Að tryggja gott aðgengi og vinnuaðstöðu á grundvelli líkamlegs og andlegs atgervis.
 • OR uppfyllir kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um jafnréttismál.
 • Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu.

Jafnréttisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu OR og er sett fram til samræmis við eigendastefnu og starfskjarastefnu samstæðu OR.

HM jafnrétti.png
Heimsmarkmið nr. 5: Jafnrétti