13. okt 2023
OrkuveitanGóður gestur kom í heimsókn í Hellisheiðarvirkjun á dögunum þegar Amina J. Mohammed, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti sér starfsemi OR samstæðunnar og tók Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri OR vel á móti henni. Hún hitti einnig fulltrúa Orku Náttúrunnar og Carbfix sem fræddu hana um nýtingu jarðvarma í virkjun ON á Hellisheiði og um Carbfix-aðferðina til varanlegrar kolefnisbindingar. Auk þess var henni sýnd Hellisheiðarvirkjun og niðurdælingarstöð Carbfix á Hellisheiði.
Amina J. Mohammed kom hingað til lands í boði Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, í tilefni norrænnar friðarráðstefnu sem fram fór nú í vikunni og flutti Amina aðalræðu hennar.