Sjálfbær þróun – frábær þróun

25. mar 2022

Orkuveitan
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix og Bjarni Bjarnason forstjóri OR.

„Ef við nýtum þær breytingar sem loftslagsváin knýr okkur í til að breyta fleiru til betri háttar, þá verður glíman við loftalagsmálin miklu skemmti­legri,“ segir Bjarni Bjarnason forstjóri OR í viðtali við Fréttablaðið í dag. Í sérstöku fylgiblaði um samfélagsábyrgð fyrirtækja er rætt við Bjarna og Eddu Sif Pind Aradóttur, framkvæmdastýru Carbfix.

Í viðtalinu nefnir Bjarni fleiri lykilatriði sjálfbærs reksturs á borð við það hvernig Orka náttúrunnar Veitur styðja við hringrásarhagkerfið. Þá er minnt þar á þau Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem OR hefur lýst sérstökum stuðningi við og bent á nýútkomna Ársskýrslu OR þar sem gerð er grein fyrir sjálfbærniþáttum rekstursins með kerfisbundnum hætti.

Edda Sif rekur í viðtalinu merkilega þróunarsögu Carbfix sem á hálfum öðrum áratug hefur þróast úr óljósri hugmynd vísindafólks yfir í metnaðarfullt sprotafyrirtæki sem miklar vonir eru bundnar við í baráttunni við loftslagsvána.

Smelltu hér til sjá umfjöllun Fréttablaðsins.