Breyting á stjórn Orkuveitu Reykjavíkur

19. jan 2023

Orkuveitan
Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson

Borgarstjórn Reykjavíkur kaus 17. janúar sl. Ragnhildi Öldu Vilhjálmsdóttur borgarfulltrúa í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og tekur hún sæti Kjartans Magnússonar í stjórninni. Stjórnin er nú þannig skipuð:

Gylfi Magnússon, prófessor, formaður stjórnar

Vala Valtýsdóttir, lögmaður, varaformaður stjórnar

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi

Skúli Helgason, borgarfulltrúi

Valgarður L. Jónsson, forseti bæjarstjórnar Akraness

Þórður Gunnarsson, auðlindahagfræðingur

Guðveig Lind Eyglóardóttir, forseti sveitarstjórnar, er áheyrnarfulltrúi fyrir hönd Borgarbyggðar og Unnur Líndal Karlsdóttir er áheyrnarfulltrúi starfsfólks.