Gefum sérfræðingunum okkar orðið á Vísindadegi

11. maí 2022

Orkuveitan

Við hjá OR-samstæðunni eigum vísindafólk og sérfræðinga í heimsklassa. Veitur, Carbfix, ON og Ljósleiðarinn vinna öll að fjölda verkefna sem snúa að því að bæta lífsgæði Íslendinga og andrúmsloftið í heiminum. Á vísindadegi OR-samstæðunnar ætlum við að segja frá nokkrum af þessum áhugaverðu verkefnum.

Viðburðurinn fer fram 20.maí í Grósku í Vatnsmýrinni, hefst kl. 9:30 og stendur til hádegis. Formleg skráning er hér, svo við getum áætlað hæfilegt magn af veitingum:
https://forms.gle/Z5u3SqpW4poZPh6h6

Við bjóðum upp á átta áhugaverð ­erindi sem fjalla um vatnsgæði, Carbfix, djúpborun, stafræn tól og tæki, jarðhitagarð, hvernig við hlöðum betur, ­nýtingu á glatvarma og ljósleiðara­væðingu á eldfjallaeyju. Fundarstjóri verður Eiríkur Hjálmarsson.

Til að poppa þetta upp reyndum við að finna skírskotanir í íslensk popplög þegar við völdum yfirskrift á hvert erindi. Enda eru þessir fyrirlesarar algjörar stjörnur!

Verið öll hjartanlega velkomin, léttar kaffiveitingar og hádegisverður fyrir gesti.

Erindi:

  • Eldur í mér – Hvernig við vöktum grunnvatnið m.t.t. skógarelda og eldgosa - Sigrún Tómasdóttir - OR/Veitur
  • Töfrar – Sagan af Carbfix og tækifærin framundan - Eva Dís Þórðardóttir - Carbfix
  • Niður til heljar hér um bil – Djúpborun á háhitasvæðum - Gunnar Gunnarsson - OR/ON
  • Að vera í sambandi – Stafræn tól og tækni, snjallmælar, stafrænir tvíburar o.fl. - Sigríður Sigurðardóttir - Veitur
  • Garden Party – Sagan af Jarðhitagarðinum og tækifærin framundan - Stefán Fannar Stefánsson - ON
  • Tími til að tengja – Hvernig við hlöðum rafbílana betur fyrir rafdreifikerfið - Andri Páll Alfreðsson - OR/Veitur
  • Riddarar glötunar – Hvernig við nýtum glatvarmann á Hellisheiði - Baldur Brynjarsson - OR/ON
  • Lifi ljósið – Kapphlaup við tímann á tímum eldgoss á Reykjanesi - Elísabet Guðbjörnsdóttir – Ljósleiðarinn

Vísindadagurinn er hluti af nýsköpunarviku – www.innovationweek.is