OR, Veitur og Ljósleiðarinn hljóta Jafnréttisvogina í ár

13. okt 2023

Orkuveitan
Erna Sigurðardóttir, mannauðsleiðtogi Ljósleiðarans, Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR og Helgi Héðinsson, mannauðsleiðtogi Veitna,
© Einar Örn Jónsson

Orkuveita Reykjavíkur, Ljósleiðarinn og Veitur hlutu Jafnvægisvogina í ár en viðurkenningin var afhent 89 fyrirtækjum við hátíðlega athöfn í gær þegar ráðstefnan „Við töpum öll á einsleitninni – Jafnrétti er ákvörðun“ var haldin í Efstaleiti og í beinni útsendingu á vef RÚV.

Jafnvægisvogin, sem er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) hefur það að markmiði að virkja sem flest íslensk fyrirtæki til að stefna að því að ná 40/60 kynjahlutfalli í framkvæmdastjórn og viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki þar sem 40% stjórnenda eru kvenkyns. Í ár hlutu 13 fleiri fyrirtæki Jafnvægisvogina en í fyrra og er jafnframt metfjöldi viðurkenningarhafa í ár.
Að hreyfiaflsverkefninu standa auk FKA, forsætisráðuneytið, Creditinfo, Deloitte, Pipar\TBWA, Ríkisútvarpið, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Sjóvá.

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR tók á móti verðlaununum fyrir hönd Orkuveitunnar sem Elizu Reid forsetafrú afhenti.

„Við erum afar stolt af því að fá þessa viðurkenningu og að vera hluti af þessum flotta hópi fyrirtækja. Jafnréttismálum er gert hátt undir höfði hjá Orkuveitusamstæðunni og okkur finnst skipta miklu máli að hafa fjölbreytni í bæði stjórnendahópum og á vinnustaðnum í heild. Þannig koma fram ólíkar skoðanir og sjónarmið og með því næst betri árangur. Það er nefnilega þannig að jafnrétti er ákvörðun og að við töpum öll á einsleitninni",“ segir Ellen.