Hljóðláta byltingin er hafin

13. jan 2021

Orkuveitan

Orkuveita Reykjavíkur hóf Hljóðlátu Byltinguna með rafbílaviðburði sem fjölmargir fylgdust með í beinni útsendingu á Facebook síðu OR. Þau Hafrún Þorvaldsdóttir sérfræðingur hjá ON og Gunnar Dofri Ólafsson umsjónarmaður hlaðvarpsins Leitin að peningunum héldu erindi. Auk þess heyrðum við í Unni Berge frá norska rafbílasambandinu sem fór yfir árangur norðmanna í þessum málum. Eiríkur Hjálmarsson sérfræðingur í samfélagsábyrgð hjá OR stýrði fundinum sem endaði á æsispennandi spurningakeppni.

Þar var það Berglind Ósk Guðmundsdóttir sem varð hlutskörpust og hlaut að launum afnot af Tesla Model 3 frá bílaleigunni Hertz í mánuð ásamt hleðslum frá ON.

Hljóðláta Byltingin er liður í því markmiði OR að auka rafbílaeign Íslendinga. OR mun standa fyrir fleiri viðburðum þar sem við leitumst við að nýta þekkingu okkar til þess að fræða og upplýsa þá sem vilja taka þátt í hjóðlátu byltingunni.

Hægt er að horfa á upptöku af fundinum hér.

Eiríkur Hjálmarsson - Orkuskipti á Íslandi

Hafrún Þorvaldsdóttir - Orkuskipti á Íslandi í þátíð og framtíð

Gunnar Dofri Ólafsson - Orkuskipti borga sig