6. jún 2019
OrkuveitanMiðvikudaginn 12. júní 2019 verða boðin til sölu skuldabréf í græna skuldabréfaflokki Orkuveitu Reykjavíkur, OR180255 GB.
Flokkurinn ber fasta verðtryggða vexti til 36 ára, greiðir jafnar greiðslur á sex mánaða fresti og er með lokagjalddaga 18. febrúar 2055.
Áður hafa verið gefin út bréf í flokknum að nafnvirði 5.638 m.kr.
Fossar markaðir hf. hafa umsjón með útboðinu og kynnir það fyrir hugsanlegum fjárfestum. Útboðið verður lokað og með hollenskri aðferð, þar sem öll skuldabréf verða seld á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. OR áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er að hluta eða í heild eða hafna öllum. Niðurstöður útboðsins verða birtar opinberlega eigi síðar en næsta virka dag eftir útboð.
Orkuveita Reykjavíkur hefur unnið skipulega að umhverfismálum um langa hríð. Fyrirtækið gaf út umhverfisskýrslu árið 2000 og starfsemin hefur frá árinu 2005 notið óháðrar vottunar samkvæmt ISO 14001 umhverfisstaðlinum. OR hefur sett sér það markmið að smækka kolefnisspor fyrirtækisins um 60% fyrir árið 2030.
Tilgangur útgáfunnar er að fjármagna þau fjölmörgu grænu verkefni sem eru á döfinni hjá OR og dótturfyrirtækjunum – Veitum og Orku náttúrunnar. Má þar nefna;
Í tengslum við útgáfuna hefur OR sett sér grænan ramma – Reykjavik Energy Green Bond Framework. Græni ramminn fylgir svokölluðum „green bond principles“, viðmiðum útgefnum af ICMA, Alþjóðasamtökum aðila á verðbréfamarkaði. Græni ramminn byggir á fjórum stoðum; (i) skilgreiningu grænna verkefnaflokka, (ii) valferli grænna verkefna, (iii) meðferð fjármuna og (iv) skýrslugjöf til fjárfesta.
CICERO (Center for International Climate Research) hefur veitt óháð álit á rammanum og gefur honum hæstu einkunnir; „dark green“ fyrir jákvæð umhverfisáhrif verkefnanna og „excellent“ fyrir umgjörð skuldabréfanna hjá fyrirtækinu.
Græn skuldabréf eru skuldabréf sem gefin eru út til að fjármagna verkefni sem draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og vinna þannig gegn hlýnun jarðar og þeirri vá sem henni fylgir. Einn helsti hvatinn að útgáfu þeirra er vinna fjölda opinberra- og einkaaðila gegn loftslagsbreytingum og vitundarvakning meðal fjárfesta hefur hert á þessari þróun. Allir þeir útgefendur skuldabréfa sem sem fjárfesta í umhverfisvænum verkefnum geta gefið út græn skuldabréf; ríki, sveitarfélög og fyrirtæki.
Útgáfa skuldabréfaflokksins er í samræmi við áður samþykkta útgáfuáætlun Orkuveitu Reykjavíkur á skuldabréfum.