Ellen Ýr stýrir Mannauði og menningu

24. jún 2022

Orkuveitan

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastýra Mannauðs og menningar hjá OR. Ellen er með Diploma í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og hefur starfað í mannauðsmálum frá árinu 2006.

Fyrst sem mannauðsráðgjafi á mannauðssviði Símans og frá 2017 sem mannauðleiðtogi hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Ellen hefur komið að ýmsu er snýr að mannauðsmálum hjá OR og hefur m.a. verið bakhjarl stjórnenda við framkvæmd mannauðsstefnu og svokallaður vaxtarsproti (growth agent) og kyndilberi breytinga sem hefur það markmið að skapa virði fyrir viðskiptavini, starfsfólk og rekstur OR.

Þá situr Ellen í stjórn Carbfix, eins af dótturfélögum OR.

Ellen Ýr Aðalsteinsdóttir framkvæmdastýra Mannauðs og menningar:

„Orkuveitusamstæðan er frábær vinnustaður og Mannauður og menning er svið sem ég þekki mjög vel. Ég hef tekið þátt í þeirri vegferð sem við höfum verið á þegar kemur að mannauðsmálum og hlakka nú til að leiða þá vegferð. Það er fullt af tækifærum framundan sem við ætlum að nýta til þess að gera Orkuveituna að enn eftirsóknarverðari vinnustað.“