Hluti af lausninni - Ársfundur Orkuveitunnar

27. apr 2022

Orkuveitan

Ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur verður streymt að þessu sinni, hægt verður að nálgast streymið í hlekknum hér: Hluti af lausninni - Ársfundur OR.

Elín Hirst mun stjórna fundinum.

Tvö ávörp verða flutt, eitt frá Degi B. Eggertssyni borgarstjóra Reykjavíkur og annað frá stjórnarformanni OR, Brynhildi Davíðsdóttur.

Við munum fá skemmtileg innslög frá dótturfélögum Orkuveitunnar.

Í hringborðsumræðunum taka þessi þátt:

Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix.
Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri.
Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.


Njótum heil.