Nýting jarðhita og Carbfix í Netflix þætti Zac Efron

10. júl 2020

Orkuveitan

Þáttaröðin Down to Earth með Hollywood stjörnunni Zac Efron og hinum ástralska Darin Olien er frumsýnd á Netflix í dag. Í fyrsta þættinum eru þeir félagar á ferð um Ísland og koma m.a. við í Helliheiðarvirkjun þar sem þeir kynntu sér vinnslu jarðhita og Carbfix verkefnið.

Dr. Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir kolefnisfargari og Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda hjá Orku náttúrunnar, vörðu degi með Efron og Olien í Hellisheiðarvirkjun og fræddu þá um leyndardóma jarðhitans; hvernig hann er nýttur í húshitun og rafmagnsframleiðslu, og Carbfix verkefnið.

Erfitt er að meta virði umfjöllunarinnar sem þarna birtist, t.a.m. fyrir fyrirtæki eins og Carbfix sem fór úr þvi að vera þróunarverkefni hjá OR yfir í sérstakt dótturfyrirtæki um áramótin. Carbfix vinnur að því að koma aðferðinni við að breyta CO2 í grjót á framfæri erlendis og leggja þannig sitt af mörkum í baráttunni við loftslagsvánna. Umfjöllun sem þessi er ómetanleg í því samhengi.

Stikla þáttanna