Matsgerð vegna vesturhúss

22. mar 2021

Orkuveitan
Ljósmynd: Atli Már Hafsteinsson

Þann 20.september 2017 óskaði Orkuveita Reykjavíkur eftir dómskvaðningu matsmanna til að leggja mat á galla og tjón á vesturhúsi fasteignarinnar Bæjarhálsi 1 og kostnað við úrbætur. Í apríl 2018 voru dómskvaddir af Héraðsdómi Reykjavíkur þeir Tryggvi Jakobsson og Eyþór Rafn Þórhallsson til að framkvæma hið umbeðna mat. Þeir hafa nú skilað ríflega 200 síðna matsgerð en niðurstöður hennar voru kynntar stjórn OR í dag. Þá hefur matsgerðin verið send á matsþola og verður hún í kjölfarið birt á vef OR á morgun þriðjudaginn 23.mars.