27. des 2019
OrkuveitanÁ eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur nú í mánuðinum var staðfest sú ákvörðun stjórnar fyrirtækisins að stofna opinbert hlutafélag um kolefnisbindingaraðferðina CarbFix, sem nýtt hefur verið við Hellisheiðarvirkjun með góðum árangri síðustu ár. Dr. Edda Sif Pind Aradóttir, sem verið hefur verkefnisstjóri CarbFix um árabil, stýrir nýja félaginu.
Eigendafundi OR sitja stjórnendur sveitarfélaganna þriggja sem eiga OR; borgarstjórinn í Reykjavík, bæjarstjórinn á Akranesi og sveitarstjóri Borgarbyggðar. Í samræmi við stjórnhætti OR, þarf staðfestingu eigenda til að stofna nýtt dótturfélag. Stjórn OR samþykkti stofnun félagsins sem síðan hlaut staðfestingu eigenda 16. desember síðastliðinn.
Markmið OR með því að skilja verkefnið frá kjarnastarfsemi Orkuveitu Reykjavíkur eru einkum að;
Edda Sif Pind Aradóttir, framkvæmdastjóri nýja félagsins, varði doktorsritgerð sína um CarbFix kolefnisbindingaraðferðina árið 2011 og hefur verið verkefnisstjóri CarbFix verkefnisins frá sama ári. Hún hefur starfað á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur og verið forstöðumaður Nýsköpunar og framtíðarsýnar. Auk Eddu flytjast þrír starfsmenn á sviði Rannsókna og nýsköpunar hjá OR yfir til hins nýja félags og á næstu dögum verður auglýst eftir viðskiptaþróunarstjóra fyrir félagið.
Hér má sjá upptöku af opnum kynningarfundi um CarbFix, höldnum 11. desember síðastliðinn.