Carbfix tengd verkefni fengu um 20 milljóna styrk frá Loftslagssjóði Íslands

29. maí 2020

Orkuveitan

Verkefnin tvö felast í þróun og undirbúningi þess að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun stóriðju á Íslandi.

Raunvísindastofnun Háskóla Íslands fékk styrk upp á 9.861.730 krónur fyrir verkefnið Kolefnisbinding frá stóriðju við strendur Ísland og síðan fékk Háskólinn í Reykjavík styrk upp á 9.990.000 fyrir verkefnið með því þjála nafni „Aðlögun ál-rafgreiningarkers að CCS með hermunarstuddri hönnun“.

Hlutverk Loftslagssjóðs er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.