Konur og kvár leggi niður störf

23. okt 2023

Orkuveitan
Lára Árnadóttir eiginkona fyrsta rafveitustjórans.

Konur og kvár sem starfa innan OR samstæðunnar eru hvött til að leggja niður launuð og ólaunuð störf allan daginn, nk. þriðjudag 24. október. Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við í samfélagi þar sem enn er við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi að etja, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið.

"Þrátt fyrir áratugalanga baráttu búum við í samfélagi þar sem enn er við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi að etja, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið. Þótt við í OR samstæðunni höfum haft skýra stefnu lengi í jafnréttismálum og náð þar ágætum árangri vitum við að það er enn langt í land og því mikilvægt að sem flest sýni samstöðu," segir Sævar Freyr Þráinsson forstjóri OR.

Hjá OR samstæðunni verður ekki litið á fjarvistir kvenna og kvára sem óréttmætar, né verður dregið af launum vegna fjarveru á þessum degi. Þannig sýnir OR samstöðu og við hvetjum öll fyrirtæki og stofnanir til að gera slíkt hið sama.

----

Á myndinni er Lára Árnadóttir.
Lára var gift fyrsta rafstöðvarstjóranum í Elliðaárstöð sem gengdi stöðunni frá 1921 - 1961. Án Láru hefðu fyrstu 40 árin af rafmagnsveitu í Reykjavík ekki gengið eins vel og raun bar vitni. Við á höfuðborgarsvæðinu eigum Láru margt að þakka, en hún stóð aðra og þriðjuvaktina á meðan eiginmaður hennar gegndi stöðunni.