Veitur og ON senda eigin orkureikninga frá áramótum

16. des 2019

Orkuveitan

Frá 1. janúar 2020 mun Orkuveita Reykjavíkur hætta útgáfu og innheimtu orkureikninga fyrir hönd dótturfélaga sinna, Veitna og Orku náttúrunnar. Þessi uppskipting reikninga dótturfélaga OR er liður í því að skýrara sé hvaðan þjónustan er keypt og fyrir hvað er verið að greiða.

Nánari upplýsingar má finna á þessum síðum:

Frá lögskipaðri uppskiptingu Orkuveitu Reykjavíkur í ársbyrjun 2014 hefur OR gefið út eina kröfu sem hefur í flestum tilvikum innihaldið reikninga hvorttveggja frá Orku náttúrunnar og veitum. Viðskiptavinir munu frá áramótunum fá þessa undirliggjandi reikninga hvorn í sínu lagi; fyrir söluhluta rafmagnsins frá Orku náttúrunnar og fyrir rafmagnsdreifingu og heitt vatn frá Veitum.

Þessi breyting kallar ekki á neinar aðgerðir af hálfu viðskiptavina fyrirtækjanna og sá greiðslumáti sem fólk hefur kosið helst óbreyttur.