24. ágú 2020
OrkuveitanFram hefur komið í fjölmiðlum að Carbfix hefur óskað eftir aðstöðu til jarðfræðirannsókna og kolefnisförgunartilrauna í nágrenni Helguvíkur. Fréttaflutningur hófst eftir að Carbfix sendi erindi um verkefnið til bæjarráðs Reykjanesbæjar.
Verkefnið, sem hefur fengið heitið CO2SOLID, er samstarfsverkefni Carbfix og Háskóla Íslands, ÍSOR og samstarfsaðila í Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu, Noregi og Sviss. Markmið verkefnisins er að þróa áfram Carbfix aðferðina með það að augnamiði að útvíkka notagildi hennar enn frekar með því að nota sjó til niðurdælingar í stað ferskvatns. Ef vel tekst til munu niðurstöðurnar stuðla að því að hægt sé að nota aðferðina til kolefnisförgunar á svæðum þar sem ferskvatn er af skornum skammti og á strandsvæðum og jafnvel hafsvæðum þegar fram í sækir.
Stefnt er að því að sækja um styrk fyrir verkefnið í haust í Horizon 2020 rammaáætlun Evrópusambandsins. Framvinda verkefnisins er háð afgreiðslu þeirra styrkumsóknar.